[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ef að líkum lætur munu Víkingaklúbburinn og Taflfélag Garðabæjar berjast um efsta sætið á Íslandsmóti skákfélaga en eftir fyrri umferð „Kviku-deildarinnar“, sem nefnd er eftir aðalstyrktaraðila Íslandsmótsins, eru liðin jöfn að stigum en...

Ef að líkum lætur munu Víkingaklúbburinn og Taflfélag Garðabæjar berjast um efsta sætið á Íslandsmóti skákfélaga en eftir fyrri umferð „Kviku-deildarinnar“, sem nefnd er eftir aðalstyrktaraðila Íslandsmótsins, eru liðin jöfn að stigum en Víkingaklúbburinn er vinningi á undan. Innbyrðis viðureign félaganna lauk þó með sigri TG, 5:3. Sex lið tefla tvöfalda umferð í efstu deild og er staðan Þessi: 1. Víkingaklúbburinn 8 stig (26½ v.) 2. TG 8 stig (25½ v.) 3. TR 6 stig (22 v.) 4. Skákdeild KR 4 stig (17½ v.) 5. Skákdeild Fjölnis 2 stig (15 v.) 6. Skákdeild Breiðabliks 2 stig (13½ v.)

Í 1. deild fer fram hörð barátta milli Skákfélags Akureyrar og Taflfélags Vestmannaeyja . Bæði lið 8 stig, norðanmenn eiga ½ vinningi meira. Liðin mætast í næstsíðustu umferð í seinni hluta keppninnar.

Í 2. deild er b-lið Víkingaklúbbsins í efsta sæti með fullt hús og í 3. deild er b-lið KR í efsta sæti með fullt hús. Í 4. deild hefur c-lið KR unnið allar viðureignir sínar.

Íslandsmótið fór fram í Egilshöll við góðar aðstæður og má ætla að um 350 manns hafi teflt um helgina. Nokkrir í efstu deild tefldu látlaust frá fimmtudagskvöldi fram á sunnudagsmorgun. Það má greina nokkur þreytumerki hjá hinum þrautreyndu köppum Héðni og Henrik í eftirfarandi viðureignum en tilþrif mótherja þeirra voru glæsileg. Hilmir Freyr tefldi á 1. borði fyrir skákdeild Blika en Guðmundur Kjartansson var á 2. borði fyrir TR:

Hilmir Freyr Heimisson (Breiðablik) – Héðinn Steingrímsson (Fjölnir) Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bd2

Vinsæll leikur nú um stundir.

4. ... 0-0 5. Rf3 d5 6. e3 b6 7. cxd5 exd5 8. Hc1 a6 9. Bd3 He8 10. Re5 Bf8 11. f4 c5 12. 0-0 Bb7 13. Be1!

„Nýr reitur“ og hér er kominn fram einn kosturinn við 4. Bd2.

13. ... Rc6 14. Re2?!

„Vélarnar“ telja þennan leik ónákvæman og að mun betra sé 14. Bh4! með vænlegri stöðu.

14. ... Re4?

Gáir ekki að sér. Betra var 14. ...Dd6.

15. Bxe4 dxe4

16. Rxf7!

Hrekur kónginn á bersvæði. Í framhaldinu kemur biskupinn á e1 sterkur inn.

16. ... Kxf7

16. ...Dd5 var betra en eftir 17. Rg5 er hvítur peði yfir með hartnær unnið tafl.

17. Db3+ Kg6 18. f5+ Kh6 19. Hf4 Dd7 20. Hh4+ Kg5 21. Rf4 g6 22. fxg6 hxg6 23. Dg8 Dg7 24. Dd5+ Re5

Eða 24. ... Kf6 25. Hg4 o.s.frv.

25. Rh3+ Kf6 26. dxe5+ Hxe5 27. Hf4+

- og svartur gafst upp, 27. ... Hf5 er svarað með 28. Bc3+ og svarta staðan hrynur.

Á sama tíma fór þessi viðureign fram:

Henrik Danielsen (KR) – Guðmundur Kjartansson (TR)

Drottningarbragð

1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. d4 d5 4. Bg5 dxc4

Guðmundur valdi að leika 4. ... h6 gegn Jóhanni Hjartarsyni í 1. umferð, en tapaði. Tími til að breyta um stefnu.

5. Da4+ Rbd7 6. Dxc4 c5 7. Rbd2 a6 8. e3 b5 9. Dc2 Bb7 10. dxc5 Bxc5 11. Bd3

Taflmennska Henriks í byrjun skákarinnar er algerlega mislukkuð og svartur strax kominn með betra tafl.

11. ... Hc8 12. Db1 h6 13. Bxf6 Rxf6 14. 0-0 0-0 15. a4 Db6 16. axb5 axb5 17. Rb3?!

Hann varð að leika 17. He1 og reyna síðan 18. Re4.

17. ... Bxe3!

Gott var einnig 17. ... Bxf3.

18. fxe3 Dxe3+ 19. Kh1 Rg4 20. Bh7 Kh8 21. Ra5 Ba8 22. Ha3 Db6 23. b4 Rf2+ 24. Kg1

Skárra var vitaskuld 14. Hxf2.

24. ... Re4+ 25. Kh1 Kxh7

– Þar féll biskupinn. Hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)