Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um 3,9% í viðskiptum í Kauphöll í gær í viðskiptum sem námu 385 milljónum króna. Kemur lækkunin í kjölfar þess að félagið skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung með 7,7 milljarða hagnaði.

Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um 3,9% í viðskiptum í Kauphöll í gær í viðskiptum sem námu 385 milljónum króna. Kemur lækkunin í kjölfar þess að félagið skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung með 7,7 milljarða hagnaði. Eftir lækkun gærdagsins eru bréf félagsins aðeins 2,2% hærri en þau voru um áramót og 4,6% lægri en þau voru fyrir sex mánuðum síðan.

Flest félög lækkuðu í viðskiptum á markaði í gær að undanskildum Brimi og Íslandsbanka sem hækkuðu og Iceland Seafood sem stóð í stað . Marel lækkaði um 3,48% og standa bréf þess 49,3% lægra en um nýliðin áramót. Þá lækkuðu bréf Haga um 2,8% í 177 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu minna.