Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson alþingismaður hefur farið víða að kynna sér aðstæður þeirra sem höllum fæti standa í heiminum, sem eru ófáir. Hann tók þátt í umræðu á þingi í vikunni um stöðuna á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda, sem fram fór að frumkvæði Bergþórs Ólasonar þingmanns.

Birgir Þórarinsson alþingismaður hefur farið víða að kynna sér aðstæður þeirra sem höllum fæti standa í heiminum, sem eru ófáir. Hann tók þátt í umræðu á þingi í vikunni um stöðuna á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda, sem fram fór að frumkvæði Bergþórs Ólasonar þingmanns.

Í ferð allsherjar- og menntamálanefndar á dögunum til Danmerkur og Noregs sagðist Birgir hafa spurt „sérstaklega að því í Noregi hve margir væru búnir að sækja um hæli frá Venesúela. Það voru 70. Hér á Íslandi er þessi tala að verða 700. Maður spyr sig hvers vegna. Ég held að ég hafi fundið svarið. Það er úrskurður sem kærunefnd útlendingamála gaf frá sér á þessu ári þar sem nefndin segir í raun að allir þeir sem koma frá Venesúela séu hingað velkomnir og fái hér viðbótarvernd svokallaða.“

Birgir hvatti þingmenn til að lesa úrskurðinn og sagði að í honum væri því lýst að efnahagsástandið í Venesúela væri erfitt, þar væri skortur á hreinu vatni og fleira þess háttar sem búast má við í landi sem er undir stjórn sósíalista. Hann nefndi einnig að þessi úrskurður væri algerlega á skjön við það sem tíðkaðist á Norðurlöndum og að taka þyrfti á þessum séríslensku aðstæðum.

Sumir þingmenn vilja taka á þeim með því að opna landið enn frekar og byggja svo bara meira húsnæði fyrir þá sem koma. Trúir því einhver að það muni draga úr straumnum eða að við ráðum við að taka við öllum þeim sem vilja koma hingað í frítt fæði og húsnæði?