Jón Viðar grillar steikur allt árið.
Jón Viðar grillar steikur allt árið.
Jón Viðar Arnþórsson, umsjónarmaður áhættuatriða í kvikmyndum og bardagaíþróttaþjálfari, kann best við sig úti í potti í brjáluðu veðri á veturna. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is

Hvað gerir þú til þess að hafa það notalegt á veturna?

„Fæ mér dreitil af reyktu viskíi, borða osta, kveiki á kertaljósi og spjalla við kærustuna. Annars finnst mér mest kósí að vera í heitum potti í brjáluðu veðri.“

Hvernig rífur þú þig fram úr rúminu í skammdeginu?

„Ég hef ekkert á móti myrkrinu og á mjög auðvelt með að vakna.“

Hvað finnst þér gaman að gera yfir vetrartímann?

„Ég elska vinnuna mína og nýt þess að vera í kvikmyndaverkefnum. Ef ég kemst smá á vélsleða þá er það himnaríki.“

Hvað ætlar þú að elda í vetur?

„Ég grilla allan ársins hring og þá aðallega steikur. Hef einnig aðeins verið að fikta við asíska matargerð upp á síðkastið og mun halda því áfram í vetur, elska sterkan mat. Svo má ekki gleyma kjötsúpunni.“

Ertu að fara að gera eitthvað skemmtilegt í vetur?

„Er í mörgum spennandi kvikmyndaverkefnum. Annars finnst mér alltaf best að vera með kærustunni og fjölskyldunni.“

Höf.: Jón Viðar Arnþórsson