Hæfileikafólk Flytjendur á tónleikunum.
Hæfileikafólk Flytjendur á tónleikunum.
Tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins heldur áfram á morgun í Norðurljósum í Hörpu kl. 16 en þá munu Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og félagar flytja píanókvintett Johannesar Brahms og píanókvintett frá 1907 eftir bandaríska tónskáldið Amy Beach.
Tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins heldur áfram á morgun í Norðurljósum í Hörpu kl. 16 en þá munu Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og félagar flytja píanókvintett Johannesar Brahms og píanókvintett frá 1907 eftir bandaríska tónskáldið Amy Beach. Segir í tilkynningu að verk Beach hafi aldrei áður hljómað hér á landi. Flytjendur spanna þrjár kynslóðir, skipuleggjandi tónleikanna og aldursforseti er Guðný Guðmundsdóttir og með henni leika bandarísk hjón, Anton Miller fiðluleikari og Rita Porfiris víóluleikari, sem hafa haslað sér völl sem einleikarar og kammerflytjendur víða um heim. Með þeim koma fram Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Liam Kaplan píanóleikari sem hafa vakið athygli sem framúrskarandi fulltrúar yngstu kynslóðarinnar.