Reynum ekki að „friðþægja Tyrki“ til að þeir leyfi Finnum og Svíum að ganga í NATO. Sögnin þýðir ekki að blíðka, sefa, milda eða dekstra, gera e-m til geðs eða hafa e-n góðan, heldur að gera yfirbót

Reynum ekki að „friðþægja Tyrki“ til að þeir leyfi Finnum og Svíum að ganga í NATO. Sögnin þýðir ekki að blíðka, sefa, milda eða dekstra, gera e-m til geðs eða hafa e-n góðan, heldur að gera yfirbót. Að f. fyrir syndir sínar (eða annarra, eins og sagt er um Krist) þýðir að bæta fyrir þær (í von um fyrirgefningu).