Form Nærmynd af verki<em> </em>frá 2022.
Form Nærmynd af verki frá 2022.
Bergmál nefnist einkasýning sem Áslaug Íris Katrín opnar í Listvali á Granda í dag milli kl. 17 og 19. Á sýningunni kannar Áslaug hvenær hið óhlutbundna öðlast merkingarbært form

Bergmál nefnist einkasýning sem Áslaug Íris Katrín opnar í Listvali á Granda í dag milli kl. 17 og 19. Á sýningunni kannar Áslaug hvenær hið óhlutbundna öðlast merkingarbært form.

„Áslaug veltir fyrir sér lagskiptum veruleika. Hvernig við veljum það sem við viljum meðtaka sem svo ræður upplifun okkar og skilningi á veruleikanum. Að þessu leyti má skilja lagskipt verk sýningarinnar eins og horft sé í gegnum síur, einskonar glugga – þar sem við staðsetjum okkur innan lagskipts umhverfis, í leit að nýjum röksemdum, nýrri yfirsýn. Við gægjumst í gegn – sumt er sjáanlegt, annað hulið, og upplýsingarnar sem við höfum aðgang að móta skilning okkar á eigin heimsmynd,“ segir í tilkynningu. Sýningin, sem stendur yfir til 17. desember, er opin föstudaga og laugardaga kl. 13-16.