[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sörumús Sörubotnar 200 g hakkaðar möndlur 200 g flórsykur 100 g eggjahvíta (2 stórar eggjahvítur) Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið flórsykrinum saman við möndlurnar og passið að það séu ekki kögglar í flórsykrinum

Sörumús

Sörubotnar

200 g hakkaðar möndlur

200 g flórsykur

100 g eggjahvíta (2 stórar eggjahvítur)

Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið flórsykrinum saman við möndlurnar og passið að það séu ekki kögglar í flórsykrinum.

Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr.

Blandið möndlunum og flórsykrinum varlega saman við með sleikju.

Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bökunarpappír.

Hafið þær stærri en venjulegar sörur. Bakið í 12-13 mínútur.

Frönsk súkkulaðimús

250 g dökkt súkkulaði (við notum Callebaut)
50 g smjör
5 egg – skiljið að rauður og hvítur
4 msk. sykur
smá sjávarsalt ef vill

Bræðið súkkulaði, smjör og salt saman í örbylgjuofni (hitað í 10-15 sek. í einu).

Hrærið eggjarauðurnar saman við þar til vel samlagað. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við með sleikju, í tveimur skömmtum.

Súkkulaði-ganache

200 g rjómi

200 g mjólkursúkkulaði eða 54% súkkulaði

Hitið rjómann að suðu og blandið söxuðu súkkulaði saman við.

Hrærið þangað til súkkulaðið er allt bráðnað og blandan farin að glansa fallega.

Ef þið eigið mót til þess að láta súkkulaðimúsina stífna í í hálfkúlu er voða gaman að nota það og hella svo ganache yfir. En auðvelda aðferðin er að nota skálar.

Brjótið sörubotna upp og setjið í botn á fallegu glasi eða skál.

Hellið súkkulaðimúsinni yfir og látið stífna í kæliskáp í minnst tvo tíma.

Lagið súkkulaði-ganache á meðan og setjið þunnt lag af ganache ofan á hverja og eina. Skreytið að vild.

Einnig má fela konfekt- eða líkjörsfyllta mola í miðjunni, sé þess óskað.

Einnig er hægt að kaupa tilbúna sörumús hjá 17 sortum.

Jólabrönsmöns

ÞSetjið gríska jógúrt í fallegt glas eða skál. Hellið kirsuberjasósu eða hindberjum yfir og stráið svo jólagranóla með hvítu súkkulaði, piparkökum og pistasíum yfir. (Jólagranóla má kaupa tilbúið hjá 17 sortum.)