[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sætar fetaostskartöflur 600 g sætar kartöflur 1 krukka salatostur 3 greinar rósmarín salt Sætu kartöflurnar flysjaðar og skornar í jafna bita og settar í eldfast mót. Um það bil helmingnum af olíunni af ostinum hellt yfir kartöflurnar, þær saltaðar og rósmaríngreinarnar settar með

Sætar fetaostskartöflur

600 g sætar kartöflur
1 krukka salatostur
3 greinar rósmarín
salt

Sætu kartöflurnar flysjaðar og skornar í jafna bita og settar í eldfast mót.

Um það bil helmingnum af olíunni af ostinum hellt yfir kartöflurnar, þær saltaðar og rósmaríngreinarnar settar með.

Bakað á 200°C í um það bil 30 mínútur, þá er ostinum bætt við, hrært í kartöflunum og bakað í 10 mínútur í viðbót.

Rósmaríngreinarnar eru síðan teknar upp úr fatinu áður en kartöflurnar eru bornar fram.

Bökunartíminn getur verið misjafn eftir því hve stórir bitarnir eru.

Rósakál með brúnuðu smjöri og gúmmelaði

500 g rósakál

2 litlir rauðlaukar

olía

salt og pipar

80 g smjör

40 g möndluflögur

40 g trönuber

sítrónusafi

Botninn skorinn af rósakálinu og það síðan skorið í helminga, laukurinn skorinn í lauf.

Rósakáli og rauðlauk blandað saman með olíunni og salti og pipar.

Síðan bakað í ofni á 200°C í um það bil 20 mínútur.

Meðan rósakálið er í ofninum er smjörið sett í pott og brætt á miðlungshita þar til það fer að freyða, þá er möndluflögunum bætt út í og hrært vel í um það bil þrjár mínútur þar til möndlur og smjör eru orðin gullinbrún.

Þá er trönuberjunum bætt út í smjörblönduna.

Þegar rósakálið er tilbúið er smjörblöndunni hellt yfir og blandað vel saman, smakkað til með sítrónusafa og salti.

Strengjabauna-
og sveppabaka

250 g sveppir

250 g strengjabaunir

1 lítill laukur

2 stk. hvítlauksrif

200 g vegan sýrður rjómi

150 g vegan cheddar ostur

1 tsk. chiliflögur

salt og pipar

Toppur

60 g vegansmjör

75 g Ritzkex

25 g panko-raspur

salt og pipar

Sveppir, strengjabaunir og laukur steikt í djúpri pönnu, hvítlauknum bætt út á pönnuna þegar um það bil mínúta er eftir af steikingartímanum.

Kryddað með salti, pipar og chiliflögum.

Lækkað undir pönnunni í nánast lægsta hita og sýrðum rjóma og cheddarosti bætt saman við.

Helt í smurt eldfast mót.

Þá er smjörið brætt, ritzkexið mulið aðeins niður, en þó ekki of mikið, og blandað saman við raspinn og smjörið og dreift yfir fatið.

Bakað á 175°C í um það bil 25 mín. eða þar til gullinbrúnt og fallegt.