[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jólasalat 2 græn epli 1 pera 2 klementínur sítrónusafi 50 g suðusúkkulaði 1,5 dl sýrður rjómi 3 msk. Egils-appelsínuþykkni 50 g hnetutoppskurl 2 dl rjómi, þeyttur Eplin, peran og mandarínurnar flysjuð og skorin í litla bita og örlitlum sítrónusafa hellt yfir

Jólasalat

2 græn epli

1 pera

2 klementínur

sítrónusafi

50 g suðusúkkulaði

1,5 dl sýrður rjómi

3 msk. Egils-appelsínuþykkni

50 g hnetutoppskurl

2 dl rjómi, þeyttur

Eplin, peran og mandarínurnar flysjuð og skorin í litla bita og örlitlum sítrónusafa hellt yfir.

Suðusúkkulaði, sýrðum rjóma, appelsínuþykkni og hnetutoppskurli hrært saman og blandað saman við ávextina.

Síðan er rjómanum hrært varlega saman við.

Kremaður maís með spínati

500 g frosin maískorn – affryst

250 g spínat

80 g smjör

40 g hveiti

250 ml rjómi

salt

hvítlaukspipar

olía

Maískornin steikt á pönnu upp úr smá olíu í u.þ.b. 3 mínútur, þá er spínatinu bætt út á pönnuna og kryddað með salti og hvítlaukspipar.

Í öðrum potti er smjörið brætt við meðalhita og síðan hveiti bætt út í hrært vel.

Þá er rjómanum bætt út í smá saman þar til blandan þykknar vel, passa þarf að hræra mjög reglulega þar sem þetta brennur mjög auðveldlega við.

Síðast er maís og spínati hrært saman við sósuna og borið fram heitt.

Karamellu

kartöflur sem aldrei klikka

500 g kartöflur

200 g rjómaatöggur frá Nóa

1,5 dl mjólk

50 g smjör

Kartöflur annað hvort soðnar eða skolaðar ef notað er forsoðnar kartöflur.

Í potti á vægum hita eru karamellurnar og mjólkin brædd saman, þegar blandan er orðin kekkjalaus er smjörinu bætt út í og hrært þar til blandast saman.

Að lokum eru kartöflunum bætt út í og leyft að draga aðeins í sig karamellusósuna áður en þær eru bornar fram.