Michael Jón Clarke
Michael Jón Clarke
Michael Jón Clarke hefur samið nýja sinfóníu, Ólaf Liljurós, og verður hún frumflutt á Nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi 14. janúar. „Fantasían Ólafur Liljurós er sérstaklega samin fyrir SN og þar er teflt fram…

Michael Jón Clarke hefur samið nýja sinfóníu, Ólaf Liljurós, og verður hún frumflutt á Nýárstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hofi 14. janúar.

„Fantasían Ólafur Liljurós er sérstaklega samin fyrir SN og þar er teflt fram stórskotaliði sveitarinnar ásamt fimm einsöngvurum,“ segir í tilkynningu. Um er að ræða litríkt ævintýri þar sem Ólafur Liljurós berst fyrir heiðri sínum við álfakóng. Hann fer í tónlistarferðalag, ekki bara til hulduheima heldur einnig til villta vestursins, kvikmynda og í tónheima Händels og Johanns Strauss. Verkið segir tónskáldið „í senn spaugilegt, stórfenglegt, púkalegt en líka fullt af ástríðu og rómantík“. Daníel Þorsteinsson stjórnar og fram koma söngvararnir Þóra Einarsdóttir, Andri Björn Róbertsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Gísli Rúnar Víðisson og Dagur Þorgrímsson.