Norður ♠ 752 ♥ 9 ♦ D9765 ♣ Á862 Vestur ♠ ÁD9 ♥ -- ♦ ÁG1082 ♣ KG975 Austur ♠ G1084 ♥ ÁG76432 ♦ K3 ♣ -- Suður ♠ K63 ♥ KD1085 ♦ 4 ♣ D1043 Suður spilar 2♥ dobluð

Norður

♠ 752

♥ 9

♦ D9765

♣ Á862

Vestur

♠ ÁD9

♥ --

♦ ÁG1082

♣ KG975

Austur

♠ G1084

♥ ÁG76432

♦ K3

♣ --

Suður

♠ K63

♥ KD1085

♦ 4

♣ D1043

Suður spilar 2♥ dobluð.

Sá sagnstíll að opna á styttri litnum með mislanga liti heitir „canapé“ á spilamáli, en það er franskt orð og merkir smáréttur eða snitta. Aðferðin á uppruna sinn í gömlu ítölsku lauf-kerfunum, sem dóu að mestu út þegar Precision kom til skjalanna 1969. Nema í Austurríki. Þar hefur Bláa lauf Garozzos lifað af allar hræringar tímans.

Alexander Wernle og Jovanka Smederevac eru austurrískir spilarar. Þau nota canapé og Wernle opnaði á 1♠ sem gjafari og hugðist svo sýna lengra hjarta í næsta hring. Það gekk ekki eftir. Suður kom inn á 2♥ og Smederevac doblaði neikvætt. Allir pass og fjórir niður.

Spilið kemur sjóðheitt frá bandarísku haustleikunum í Fönix í Arizona, sem nú standa yfir. Þau Wernle og Smederevac unnu þar viðamikla sveitakeppni (Mitchell Open), ásamt Bandaríkjamanninum John McAllister og hinum rammíslenska Sveini Rúnari Eiríkssyni.