[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Heilsteikt nautalund Um 1 kg nautalund ólífuolía og smjör til steikingar salt, pipar og gott steikarkrydd Hitið ofninn í 220°C. Brúnið lundina á pönnu upp úr blöndu af olíu og smjöri stutta stund allan hringinn

Heilsteikt nautalund

Um 1 kg nautalund
ólífuolía og smjör til steikingar
salt, pipar og gott steikarkrydd

Hitið ofninn í 220°C.

Brúnið lundina á pönnu upp úr blöndu af olíu og smjöri stutta stund allan hringinn.

Færið yfir í ofnskúffu og klárið eldun í ofninum þar til æskilegum kjarnhita er náð (við tökum hana yfirleitt út í 52-54°C en þetta er smekksatriði).

Leyfið steikinni að standa í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið hana í sneiðar.

Berið fram með kartöflusalati og trufflumajónesi (sjá uppskriftir hér að neðan).

Hátíðarkartöflusalat

Um 800 g soðnar kartöflur (niðurskornar)
80 g Til hamingju-pekanhnetur (saxaðar)
60 g Til hamingju-graskersfræ
60 g Til hamingju-þurrkuð trönuber (söxuð)
80 g blaðlaukur (saxaður)
300 g Hellmann‘s-majónes
2 msk. dijonsinnep
2 msk. hunang
1 tsk. timían (saxað)
salt og pipar eftir smekk

Setjið kartöflur, pekanhnetur, graskersfræ, trönuber og blaðlauk saman í skál.

Pískið majónes, sinnep og hunang saman og hellið yfir allt saman ásamt timíani.

Blandið öllu varlega saman með sleikju og smakkið til með salti og pipar.

Geymið í kæli fram að notkun.

Trufflumajónes

160 g Hellmann‘s-majónes
1 rifið hvítlauksrif
2 msk. truffluolía
salt og pipar eftir smekk

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Roastbeef-brauðterta

1 rúllutertubrauð (fínt)

heimagert remúlaði (sjá uppskrift hér að neðan)

250 g nautalund (skorin í litla bita) + þunnar sneiðar til skrauts

5 harðsoðin egg

4 msk. súrar gúrkur (saxaðar)

12 msk. steiktur laukur + meira til að þekja hliðarnar

agúrkusneiðar og timían til skrauts

Affrystið rúllutertubrauðið og notið botninn úr 15 cm smelluformi til að gera fjóra heila brauðhringi og tvo hálfa (samtals fimm brauðhringi).

Setjið næst smelluhringinn (ekki botninn) á lítinn kökudisk og byrjið að stafla brauðtertunni inn í hann.

Fyrst fer einn brauðhringur, næst vel af remúlaði (magn er smekksatriði), fjórðungur af niðurskorna nautakjötinu, eitt harðsoðið egg (í sneiðum), 1 msk. súrar gúrkur og um 3 msk. steiktur laukur.

Endurtakið þrisvar og lokið síðan tertunni með heilum brauðhring.

Þá má smyrja alla tertuna að utan með örþunnu lagi af remúlaði (gott að nota lítinn kremspaða).

Setjið síðan vel af steiktum lauk í lófann og rennið lófanum upp hliðarnar á tertunni svo þær þekist af lauk og aðeins upp á tertuna sjálfa (svo það komi lauk-kantur á toppnum).

Skreytið síðan að vild með þunnum nautakjötssneiðum, harðsoðnu eggi, agúrkusneiðum og timíani.

Heimagert
remúlaði

320 g Hellmann‘s-majónes

100 g sýrður rjómi

120 g dijonsinnep

40 g súrar gúrkur (smátt saxaðar)

1 tsk. karrí

salt og pipar

Pískið allt saman og smakkið til með salti og pipar.

Geymið í kæli fram að notkun.