Hraunið Eftirlit er nú í gangi.
Hraunið Eftirlit er nú í gangi.
Umboðsmaður Alþingis sótti í vikunni Litla-Hraun heim ásamt sex manna teymi, en tilgangurinn er að kynna sér aðstæður fanga. Er þetta liður í svokölluðu OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum hvar frelsissvipt fólk dvelur

Umboðsmaður Alþingis sótti í vikunni Litla-Hraun heim ásamt sex manna teymi, en tilgangurinn er að kynna sér aðstæður fanga. Er þetta liður í svokölluðu OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum hvar frelsissvipt fólk dvelur.

Verður starfsemi Litla-Hrauns tekin út bæði með því að skoða allan aðbúnað og ræða við bæði fanga og fangaverði. Þetta er í þriðja sinn sem umboðsmaður sækir Litla-Hraun heim á grundvelli OPCAT-eftirlits. Í fyrri heimsóknum var þó ekki gerð jafnumfangsmikil úttekt og nú. Þá beindist það annars vegar að öryggisdeild fangelsisins og hins vegar að heimsóknarbanni og takmörkunum í fangelsinu vegna aðgerða tengdra Covid-19, að því er segir á heimasíðu umboðsmanns.

Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins, rúmar liðlega 80 fanga á átta deildum. Er bæði um að ræða gæsluvarðhalds- og afplánunarfanga. khj@mbl.is