Listamaðurinn Verk Sigurðar Ámundasonar hafa vakið athygli.
Listamaðurinn Verk Sigurðar Ámundasonar hafa vakið athygli. — Morgunblaðið/Einar Falur
Ný verk eftir myndlistarmanninn Sigurð Ámundason báru sigur úr býtum í samkeppni um „Auglýsingarhlé“ en þrjá fyrstu daga janúarmánaðar verða þau sýnd á yfir 450 stafrænum flötum Billboard-fyrirtækisins um allt höfuðborgarsvæðið

Ný verk eftir myndlistarmanninn Sigurð Ámundason báru sigur úr býtum í samkeppni um „Auglýsingarhlé“ en þrjá fyrstu daga janúarmánaðar verða þau sýnd á yfir 450 stafrænum flötum Billboard-fyrirtækisins um allt höfuðborgarsvæðið.

Verk Sigurðar var valið úr tillögum yfir 40 umsækjenda. Þetta var í annað sinn sem Billboard efndi til opinnar samkepnni meðal listamanna um slíkt mynd­listarverk í almannarými, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Y gallerý. Reikna má með því að þorri höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern. Hann segir að „póst-strúktúralismi, óræðni og efi séu undirstöður verkanna“. Þau séu „merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig …“