[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hasselback-kartöflur 4 bökunarkartöflur 50 g smjör 2 stk. hvítlauksgeirar salt timían Kartöflurnar skolaðar og þerraðar. Síðan eru skornar djúpar, þunnar rifur í þær en passa þarf þó að skera ekki alveg í gegnum kartöfluna svo að hún detti ekki í sundur

Hasselback-kartöflur

4 bökunarkartöflur

50 g smjör

2 stk. hvítlauksgeirar

salt

timían

Kartöflurnar skolaðar og þerraðar.

Síðan eru skornar djúpar, þunnar rifur í þær en passa þarf þó að skera ekki alveg í gegnum kartöfluna svo að hún detti ekki í sundur.

Smjör, hvítlaukur og timían sett í pott og brætt saman.

Kartöflunum raðað í eldfast mót og smjörinu hellt yfir þær og ofan í rifurnar, síðan saltað vel yfir kartöflurnar.

Bakaðar á 180°C í 60 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn, gott er að taka þær út 1-2 á þessum tíma og ausa smjöri yfir þær.

Fylltir sveppir

8 stórir sveppir

100 g rjómaostur með graslauk og lauk

25 g rifinn parmesan

½ tsk. hvítlauksduft

pipar

6 sneiðar beikon

Stilkarnir teknir úr sveppunum (gott er að nýta þá í sósuna) og smá olíu sáldrað yfir þá.

Beikonið steikt þar til stökkt og þá skorið smátt. Rjómaosti, parmesanosti, hvítlauksdufti, pipar og beikoni blandað saman og sveppirnir fylltir með blöndunni og bakað í ofni á 180°C í um 15 mínútur.

Hörpuskel

hörpuskel

olía

smjör

salt

sítrónusafi

Hörpuskel er þídd og þerruð vel.

Þá er panna hituð upp með olíunni og hörpuskelin sett á heita pönnuna og söltuð.

Steikt í um það bil 45 sekúndur, þá er henni snúið við og smjöri bætt á pönnuna, hörpuskel söltuð aftur og steikt í aðrar 45 sekúndur.

Gott er að ausa smjörinu aðeins yfir hana meðan hún er steikt.

Að lokum er hún tekin af pönnunni og pínu sítrónusafi kreistur yfir.

Ávaxtasalsa

1 dl gúrka

1 dl mangó

1½ dl granatepli

½ dl rauðlaukur

½ dl steinselja

sítrónusafi

salt og pipar

Gúrka, mangó, rauðlaukur og steinselja skorin smátt og blandað saman í skál með granateplinu, sítrónusafi kreistur yfir og smakkað til með salti og pipar.

Hvítlaukssósa

2 dl majónes

2 dl sýrður rjómi

2 hvítlauksgeirar

1 tsk. ítölsk hvítlauksblanda

1 msk. hunang

1-2 tsk. sítrónusafi

salt

Hvítlaukurinn skorinn smátt og hrært saman við öll hin innihaldsefnin í skál, smakkað til með salti.

Sósan verður betri ef hún bíður í klukkutíma fyrir notkun.

Beikon-panko-raspur

6 sneiðar beikon

70 g panko-raspur

Beikonsneiðar skornar smátt og steiktar á pönnu. Þegar bitarnir eru orðnir stökkir eru þeir teknir af pönnunni en reynt að halda mestu af fitunni eftir.

Þá er raspinum bætt út á pönnuna og steiktur upp úr beikonfitunni á lágum hita þar til hann er gullinbrúnn.