Samkvæmt gamalli og góðri hefð lesa rithöfundar upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini – húsi skáldsins í Mosfellsdalnum nú á aðventunni. Margt spennandi er framundan og næstkomandi sunnudag, það er 4

Samkvæmt gamalli og góðri hefð lesa rithöfundar upp úr nýjum bókum á Gljúfrasteini – húsi skáldsins í Mosfellsdalnum nú á aðventunni. Margt spennandi er framundan og næstkomandi sunnudag, það er 4. desember, mæta fjórir höfundar í dalinn. Þau eru Dagur Hjartarson sem les úr bókinni Ljósagangur Jónas Reynir Gunnarsson er með Kákasusgerillinn, Máltaka á stríðtímum er bókin sem Natasha S. les úr og Ragna Sigurðardóttir flytur kafla úr Þetta rauða, það er ástin. Upplesturinn nk. sunnudag hefst kl. 15 og eru allir velkomnir. Fleiri upplestarstundir verða síðar í mánuðinum að Gljúfrasteini.