Sýning Jóhönnu Þórhallsdóttur, Ástin er græn, verður opnuð í Gallerí Göngum milli safnaðarheimilis Háteigskirkju og kirkjunnar í dag kl. 17. Yfirskrift sýningarinnar er Ástin er græn og vísar bæði í textann Meine Liebe ist Grün, ljóð eftir Felix Schumann sem Brahms samdi eftirminnilegt lag við

Sýning Jóhönnu Þórhallsdóttur, Ástin er græn, verður opnuð í Gallerí Göngum milli safnaðarheimilis Háteigskirkju og kirkjunnar í dag kl. 17. Yfirskrift sýningarinnar er Ástin er græn og vísar bæði í textann Meine Liebe ist Grün, ljóð eftir Felix Schumann sem Brahms samdi eftirminnilegt lag við. Jóhanna segir það hafa verið í huga sér þegar hún var að mála við Dónárbakka í bænum Ybbs í Austurríki í haust og rímað einkar vel við liti árinnar. „Og hvað er ástin einmitt annað en græn og græðandi,“ segir Jóhanna í tilkynningu. Hún er nýkomin frá Vínarborg þar sem hún hlaut heiðursverðlaun í Atelier an der Donau fyrir málverk sitt Meine Liebe ist Grün. Nokkur verkanna sem hún sýnir nú voru máluð í Austurríki undir áhrifum þaðan.