— Morgunblaðið/Eggert
Nýliðinn mánuður reyndist vera hlýjasti nóvember á öldinni á landinu öllu. Þetta upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Gærdagurinn var sérstaklega hlýr. Til að mynda hafði á hádegi mælst 14,9 stiga hiti í Tíðaskarði í Kjós

Nýliðinn mánuður reyndist vera hlýjasti nóvember á öldinni á landinu öllu. Þetta upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Gærdagurinn var sérstaklega hlýr. Til að mynda hafði á hádegi mælst 14,9 stiga hiti í Tíðaskarði í Kjós. Eftir er að gera daginn upp endanlega en nóvember á möguleika á að jafna hlýindin í nóvember 1945, sem er hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga. Meðalhitinn þá var átta stig. Í Reykjavík er nóvember nú næsthlýjastur á öldinni, en árið 2014 var lítillega hlýrra.

Trausti benti nýlega á það á bloggi sínu að svo gæti farið að hiti á landinu í nóvember yrði hærri heldur en í október. „Þegar málið er athugað kemur í ljós að þetta hefur alloft gerst áður,“ bendir Trausti á.

Á landinu í heild hefur þetta gerst níu sinnum síðustu 100 árin (síðast 2014), í Reykjavík líka níu sinnum (síðast 2018) og á Akureyri 11 sinnum (síðast 2014). Haustin 1968 og 1987 skera sig nokkuð úr – þá munaði svo miklu, árið 1987 var nóvember á landsvísu 1,6 stigum hlýrri en október og 1968 var hann 2,3 stigum hlýrri. Árið 2014 munaði 0,7 stigum á landsmeðalhita mánaðanna.
sisi@mbl.is