Flugtak orustuþota hefur sig til flugs.
Flugtak orustuþota hefur sig til flugs. — AFP/Varnarmálaráðuneyti S-Kóreu
Hermálayfirvöld í Japan og Suður-Kóreu tilkynntu í gær að þau hefðu þurft að kalla út orrustuþotur til þess að fylgjast með rússneskum og kínverskum herþotum sem flugu inn fyrir loftvarnasvæði þeirra án þess að láta vita, en Rússar og Kínverjar héldu sameiginlega heræfingu í gær

Hermálayfirvöld í Japan og Suður-Kóreu tilkynntu í gær að þau hefðu þurft að kalla út orrustuþotur til þess að fylgjast með rússneskum og kínverskum herþotum sem flugu inn fyrir loftvarnasvæði þeirra án þess að láta vita, en Rússar og Kínverjar héldu sameiginlega heræfingu í gær.

Sagði herforingjaráð Suður-Kóreu að herþotur hefðu flogið inn og út úr loftvarnasvæðinu nálægt suður- og norðausturströnd Suður-Kóreu snemma á miðvikudagsmorgun og fleiri snúið aftur síðar um daginn. Engin af flaugunum braut þó gegn lofthelgi Suður-Kóreu. Japanska herforingjaráðið sagði að fjórar þotur, tvær kínverskar H-6- sprengjuvélar og tvær rússneskar vélar, hefðu flogið inn á Japanshaf á miðvikudagsmorguninn. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði æfinguna hafa verið í samræmi við alþjóðalög.