[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jólalagkaka 240 g smjör 240 g sykur 4 egg 234 g hveiti 10 g lyftiduft 1 tsk. negull 1 msk. kanill 1 tsk. engifer 2 msk. kakó Þeytið smjör og sykur. Eggin sett út í eitt í einu, skafið skálina inn á milli svo deigið komi allt saman

Jólalagkaka

240 g smjör

240 g sykur

4 egg

234 g hveiti

10 g lyftiduft

1 tsk. negull

1 msk. kanill

1 tsk. engifer

2 msk. kakó

Þeytið smjör og sykur.

Eggin sett út í eitt í einu, skafið skálina inn á milli svo deigið komi allt saman.

Að lokum setjið þið þurrefnin varlega saman við.

Bakið deigið í tveimur 15 cm kökuformum við 170 gráður í 20-25 mínútur.

Leyfið kökunum alveg að kólna áður en þið skerið þær í tvennt og áður en kreminu er smurt á. Ég skreytti kökuna með þurrkuðum appelsínum, rósmaríni og kanilstöngum.

Krem

600 g flórsykur

250 g smjör

250 g smjörlíki

2 tsk. vanillusykur

Þeytið smjör og smjörlíki.

Bætið við flórsykri og vanillusykri,
þeytið þar til kremið er orðið hvítt og létt.

Súkkulaði-tarte

með saltkaramellu

240 g hveiti
30 g möndlumjöl
30 g kakó
100 g flórsykur
150 g kalt smjör
1 egg

Setjið þurrefnin ásamt smjörinu í matvinnsluvél.

Setjið eggjið út í og hnoðið svo deigið.

Rúllið deigið út á milli tveggja bökunarpappírsarka og setjið í kæli í ca 15 mín.

Smyrjið tarte-formið með fituspreyi, olíu eða smjöri.

Leggið deigið ofan í og mótið að forminu.

Stingið nokkur göt á deigið með gaffli.

Bakið í 15 mínútur við 75.

Takið skelina úr forminu þegar hún hefur kólnað.

Smyrjið botninn af tarte-skelinni með saltkaramellu, ég notaði karamelluna frá stonewall kitchen sem fæst í Hagkaup.

Ganache

300 g mjólkursúkkulaði
200 g rjómi
smá salt

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

Hellið síðan súkkulaðiblöndunni yfir saltkaramelluna og setjið í kæli. Það getur verið smá afgangur.

Skreytið að vild, ég skreytti með súkkulaðiskrauti.