Akureyri Ný verslun Krónunnar er á Tryggvagötu 8, ekki langt frá Glerártorgi, helsta verslunarkjarna bæjarins.
Akureyri Ný verslun Krónunnar er á Tryggvagötu 8, ekki langt frá Glerártorgi, helsta verslunarkjarna bæjarins. — Ljósmynd/Krónan
Krónan opnar í dag nýja verslun á Tryggvabraut 8 á Akureyri. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum, segir í tilkynningu. Húsnæði Krónunnar á Tryggvabraut er nýtt en fyrsta skóflustunga var tekin 15

Krónan opnar í dag nýja verslun á Tryggvabraut 8 á Akureyri. Verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum, segir í tilkynningu. Húsnæði Krónunnar á Tryggvabraut er nýtt en fyrsta skóflustunga var tekin 15. júní 2021.

Auk Krónunnar er í versluninni útibú frá veitingastöðunum RUB23 og Wok On.

Verslunarstjóri Krónunnar á Akureyri er Bjarki Kristjánsson og starfsmenn verða hátt í 50. Í tilkynningu er tekið fram að næstu daga verði fjöldi opnunartilboða fyrir viðskiptavini.

Í tilkynningunni er m.a. haft eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að verslunin sé með þeim glæsilegri í keðjunni. Spennandi verði að sjá hvernig Eyfirðingar taki í stafrænar lausnir Krónunnar við sjálfsafgreiðslu með vörurnar.