Sérfræðingar Sigrún Helga Kjartansdóttir, Eggert Sigmundsson og Baldur Kárason sjá til þess að Víking gylltur og hinar tegundirnar skili sér til neytenda.
Sérfræðingar Sigrún Helga Kjartansdóttir, Eggert Sigmundsson og Baldur Kárason sjá til þess að Víking gylltur og hinar tegundirnar skili sér til neytenda.
„Við höfum áður fengið viðurkenningar fyrir okkar bjór en þessi verðlaun eru sérlega kærkomin og góð staðfesting á því að við bruggum góðan bjór. Það má segja að þetta sé jólagjöfin okkar í ár hér í brugghúsinu,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari…

„Við höfum áður fengið viðurkenningar fyrir okkar bjór en þessi verðlaun eru sérlega kærkomin og góð staðfesting á því að við bruggum góðan bjór. Það má segja að þetta sé jólagjöfin okkar í ár hér í brugghúsinu,“ segir Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking brugghúsi, en fjórar bjórtegundir brugghússins hlutu nýverið verðlaun á hinni árlegu European Beer Challenge. Um er að ræða eins konar Evrópukeppni í bjórgerð þar sem bjórframleiðendur keppa í fjölda mismunandi flokka.

Víkingur gylltur og Thule unnu báðir til gullverðlauna í sínum flokki en auk þess nældi brugghúsið í silfurverðlaun fyrir bæði Víking Lite og Víking Rökkr.

„Þessi keppni skiptir mjög miklu máli og er mjög virt í bjórsamfélaginu enda er hún ekki bara staðfesting á bragðgæðum drykkja heldur einnig að þeir höfði til neytenda og séu söluvænir. Dómnefndin er skipuð stærstu innkaupastjórum bjórs í Evrópu, sem ákvarða hvað þessir helstu innflytjendur og heildsalar álfunnar kaupa,“ segir Baldur, sem hefur starfað við bjórframleiðslu í 29 ár og er því vel skólaður í fræðunum. hdm@mbl.is