Masons Lees bíður verðugt verkefni.
Masons Lees bíður verðugt verkefni. — AFP/Sam Yeh
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Taívanski leikstjórinn Ang Lee hefur valið 32 ára gamlan son sinn, Mason Lee, í hlutverk bardagalistamannsins, kvikmyndastjörnunnar og goðsagnarinnar Bruce Lees í fyrirhugaðri kvikmynd sinni um líf hans sem einfaldlega mun heita Bruce Lee

Taívanski leikstjórinn Ang Lee hefur valið 32 ára gamlan son sinn, Mason Lee, í hlutverk bardagalistamannsins, kvikmyndastjörnunnar og goðsagnarinnar Bruce Lees í fyrirhugaðri kvikmynd sinni um líf hans sem einfaldlega mun heita Bruce Lee. Handritið skrifar Dan Futterman.

„Það er skylda mín að segja sögu þessa makalausa, einstaka manns sem þráði viðurkenningu, bjó yfir ótrúlegum styrk í sínum 60 kílóa skrokki og tókst af harðfylgi að láta ómögulega drauma rætast,“ sagði Lee við miðilinn Deadline.

Þar kemur einnig fram að Ang Lee hafi unnið að undirbúningi myndarinnar um langt skeið og að Mason Lee hafi verið við stífar æfingar í þrjú ár í Asíu.

Elizabeth Gabler hjá Sony, sem hefur haft umsjón með verkefninu, lofar í sama miðli „stórkostlegum kvikmyndaviðburði“ enda sé um ástríðuverkefni hjá Ang Lee að ræða.