— Ljósmyndir/Gabriela Maria Kaziuk
Fyrir 4 2 ílöng grasker 2-3 msk ólífuolía 5 bollar kínóa, skolað 2 ½ bolli vatn 2 msk ólífuolía 1 stór rauðlaukur eða 2 litlir, smátt saxaðir 2 hvítlauksrif, pressuð 1 bolli portobellosveppir eða venjulegir hvítir sveppir, fínt saxaðir 1 tsk…

Fyrir 4

2 ílöng grasker

2-3 msk ólífuolía

5 bollar kínóa, skolað

2 ½ bolli vatn

2 msk ólífuolía

1 stór rauðlaukur eða 2 litlir, smátt saxaðir

2 hvítlauksrif, pressuð

1 bolli portobellosveppir eða venjulegir hvítir sveppir, fínt saxaðir

1 tsk ferskt eða þurrkað timían

1 tsk ferskt eða þurrkað rósmarín

1 bolli þurrkuð trönuber

1 bolli ristaðar möndlur, saxaðar

¼ bolli flöt steinselja, fínt söxuð (geymdu smá til skrauts)

smá af salti, himalaja- eða sjávarsalti

nýmalaður svartur pipar

½ bolli fetaostur (má sleppa eða nota veganost)

(Geymið smá af steinselju, osti og trönuberjum til að skreyta eftir að það er búið að taka út úr ofninum.)

Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Skerið graskerið í tvennt og fjarlægið fræin. Raðið graskerunum á bakkann og dreypið olíu yfir. Bakið í um 45 mínútur eða þar til það er mjúkt, allt eftir ofninum þínum og stærð graskersins. Gerðu fyllinguna á meðan graskerið bakast.

Setjið kínóa í pott með vatni og 1/2 tsk. salti. Látið suðuna koma upp og lækkið svo hitann, setjið lokið á og látið malla varlega þar til það er mjúkt eða í 10-15 mínútur. Takið af hitanum. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita. Setjið lauk, sveppi, hvítlauk og kryddjurtir saman við og steikið þar til mjúkt eða í um það bil fimm mínútur. Bætið soðnu kínóa út í blönduna ásamt afganginum af hráefnunum. Saltið og piprið eftir smekk og hrærið. Skellið blöndunni jafnt ofan í grilluðu graskerin. Ef þú notar fetaost/veganost skaltu strá smá yfir og baka í 15 mínútur í viðbót. Takið úr ofninum og toppið með saxaðri steinselju, trönuberjum og afganginum af ostinum. Dreypið smá ólífuolíu yfir, jafnvel örlitlu salti og pipar. Frábært meðlæti eða eitt og sér sem hátíðarréttur með fersku grænu salati.