Samstarfsfólk Harpa Þorvaldsdóttir og Kristinn Svavarsson koma fram.
Samstarfsfólk Harpa Þorvaldsdóttir og Kristinn Svavarsson koma fram.
Á jólatónleikum í Dómkirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 20.30 verður haldið upp á útgáfu plötunnar Bráðum koma blessuð jólin, í flutningi Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og Kristins Svavarssonar saxófónleikara

Á jólatónleikum í Dómkirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 20.30 verður haldið upp á útgáfu plötunnar Bráðum koma blessuð jólin, í flutningi Hörpu Þorvaldsdóttur píanóleikara og Kristins Svavarssonar saxófónleikara. Platan kom út fyrir jólin fyrir tveimur árum en vegna Covid-19-faraldursins hefur ekki verið hægt að halda upp á útgáfuna með tónleikum fyrr.

Harpa og Kristinn störfuðu saman við Laugarnesskólann, hún sem tónmenntakennari en hann aðstoðarskólastjóri. Hann var líka meðal annars liðsmaður Mezzoforte lengi. Í nokkur ár léku þau jólalög á aðventunni fyrir nemendur skólans. Plötuna segja þau afrakstur samstarfsins.