Tafir á útgáfu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun fresta öllu leyfisveitingaferlinu um ár. Landsvirkjun getur ekki sótt um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna fyrr en virkjanaleyfið er komið. Hörður Arnarson forstjóri segir að mögulegt hefði verið að hefja undirbúningsframkvæmdir á þessu ári en ljóst er að það verður ekki fyrr en á næsta ári enda þótt virkjanaleyfið berist á næstu dögum því sveitarfélögin eiga eftir að fara yfir og afgreiða umsóknir um framkvæmdaleyfi.
Eftir að öll leyfi eru komin í hús tekur 3-4 ár að bjóða út mannvirkin og byggja þau. Spurður um áhrif seinkunar segir Hörður að þau bitni á samfélaginu því þau fresti því að hægt sé að nota orkuna í orkuskipti og atvinnurekstur sem sátt sé um að koma hér upp. » 2