Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað á öðrum hring á Investec South African-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í gær. Vegna veðurs tókst Guðmundi hins vegar ekki að klára hringinn, en hann hafði aðeins leikið sex holur þegar keppni var frestað um einn dag
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór vel af stað á öðrum hring á Investec South African-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í gær. Vegna veðurs tókst Guðmundi hins vegar ekki að klára hringinn, en hann hafði aðeins leikið sex holur þegar keppni var frestað um einn dag. Var Guðmundur þá í 57. sæti, ásamt nokkrum öðrum kylfingum, og á leiðinni í gegnum niðurskurðinn. Hann er á samanlagt tveimur höggum undir pari eftir 24 holur.