Aðalheiður Eysteinsdóttir
Aðalheiður Eysteinsdóttir
Opið hús verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag, laugardag, frá kl. 14 til 18. Í ár hefur Aðalheiður Eysteinsdóttir, eigandi hússins, fagnað 10 ára menningarstarfi í húsinu og gaf hún út bók af því tilefni

Opið hús verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag, laugardag, frá kl. 14 til 18. Í ár hefur Aðalheiður Eysteinsdóttir, eigandi hússins, fagnað 10 ára menningarstarfi í húsinu og gaf hún út bók af því tilefni. Einnig hlaut Aðalheiður bæjarlistamannstitil í Fjallabyggð fyrr á árinu og býður hún nú í þakklætisskyni til vinnustofusýningar í Kompunni í Alþýðuhúsinu þar sem sett eru upp verk unnin á ferðalögum síðastliðið ár. Aðalheiður sýnir vatnslitamyndir unnar undir áhrifum tónlistar og eru þær sagðar ákveðin hugleiðsla og slökun frá amstri dagsins.

Einnig verður opið í vinnusal Aðalheiðar þar sem sjá má ýmis verk, stór og smá, og í Anddyrinu, einu rýma hússins, má finna verk sem ratað gætu í jólapakka, eins og segir í tilkynningu.