Norður ♠ ÁD10973 ♥ -- ♦ -- ♣ ÁD107642 Vestur ♠ K2 ♥ Á1074 ♦ 1086532 ♣ K Austur ♠ 8 ♥ KG8652 ♦ DG97 ♣ 98 Suður ♠ G654 ♥ D93 ♦ ÁK4 ♣ G53 Suður spilar 7♠

Norður

♠ ÁD10973

♥ --

♦ --

♣ ÁD107642

Vestur

♠ K2

♥ Á1074

♦ 1086532

♣ K

Austur

♠ 8

♥ KG8652

♦ DG97

♣ 98

Suður

♠ G654

♥ D93

♦ ÁK4

♣ G53

Suður spilar 7♠.

Hvorki Boye Brogeland né Daniel Zagorin bjuggust við stórtíðindum þegar þeir tóku upp spilin sín í átta-liða úrslitum Soloway-bikarsins. Þeir sátu í suður með marflata 11 punkta og austur opnaði á undan þeim á 2♥, veikum. Báðir sögðu auðvitað pass og vestur stökk í 4♥. Ekkert merkilegt við það. En svo dró til tíðinda – makker þeirra í norður sagði FIMM HJÖRTU!

„Það er bara svona,“ hugsuðu báðir: „Makker á einhverja rosalega tvílita sleggju með spaða og láglit. Þá er ekki verið slæmt að eiga ás-kóng í tígli og fjórlit í spaða.“ Brogeland sagði 6♥ og breytti svo 7♣ Christians Bakke í 7♠. Einn niður eftir hjartaásinn út. Zagorin tók líka vel við sér – stökk í 6♠, sem makker hans, Peter Bertheau, hækkaði í 7♠. Í þetta sinn var útspilið tígull og Zagorin notaði innkomuna til að spila spaðagosa og svína. Unnið spil og 20 stiga sveifla.