Helen Mirren leikur ættmóðurina.
Helen Mirren leikur ættmóðurina. — AFP/Loic Venance
Forhald Það er í tísku að nefna sjónvarpsþætti eftir ártölum. Sá nýjasti er 1923 sem skartar engum öðrum en Helen Mirren og Harrison Ford í aðalhlutverkum. Um er að ræða forhald af hinum vinsælu bandarísku þáttum Yellowstone en Mirren og Ford leika…

Forhald Það er í tísku að nefna sjónvarpsþætti eftir ártölum. Sá nýjasti er 1923 sem skartar engum öðrum en Helen Mirren og Harrison Ford í aðalhlutverkum. Um er að ræða forhald af hinum vinsælu bandarísku þáttum Yellowstone en Mirren og Ford leika ætthöfðingja Dutton-fjölskyldunnar sem reyna að verja búgarð sinn í Montana snemma á seinustu öld fyrir óprúttnum keppinautum og breyttum áherslum í landbúnaði. Flokkurinn er úr smiðju Taylors Sheridans, sem orðinn er mjög umsvifamikill í sjónvarpi, og verða frumsýndur á Paramount+ vestra 18. þessa mánaðar.