Jens Eyjólfsson fæddist 3. desember 1879 á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Eyjólfsson, f. 1851, d. 1922, og Helga Einarsdóttir, f. 1853, d. 1882. Hann hóf ungur nám í trésmíði og dvaldi síðan tvö ár í Kaupmannahöfn og vann við húsasmíðar og stundaði nám í húsagerðarlist

Jens Eyjólfsson fæddist 3. desember 1879 á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Eyjólfsson, f. 1851, d. 1922, og Helga Einarsdóttir, f. 1853, d. 1882. Hann hóf ungur nám í trésmíði og dvaldi síðan tvö ár í Kaupmannahöfn og vann við húsasmíðar og stundaði nám í húsagerðarlist.

Árið 1903 varð Jens byggingameistari í Reykjavík. Fyrsta verk hans var að teikna og byggja timburverksmiðjuna Völund á Klapparstíg. Síðan rak hverja stórbygginguna aðra, sem hann byggði þótt hann hafi ekki gert uppdrætti að þeim. Þar á meðal má nefna: Hús Sláturfélags Suðurlands, gasstöðina, pósthúsið, Reykjavíkurapótek, hús Sambands íslenskra samvinnufélaga, verslunina Edinborg, Laugavegs Apótek, Landakotskirkju og Landakotsspítala.

Hann teiknaði einnig og byggði nörg íbúðarhús, m.a. Grettisgötu 11 þar sem hann bjó, ásamt konu sinni, Valgerði Jónsdóttur, en þau skildu. Þau eignuðust tvö börn.

Jens átti drjúgan þátt í að endurbæta byggingartæknina hér á landi með margskonar nýjungum.

Jens lést 10. ágúst 1959.