„Ég er ekki dansari og ég var eiginlega rekin úr dansi þegar ég var lítil,“ sagði Solla Eiríks í Helgarútgáfunni þar sem hún ræddi um Húðbókina og rifjaði upp danstaktana með Regínu, en þær tóku þátt í Allir geta dansað fyrir um þremur árum
„Ég er ekki dansari og ég var eiginlega rekin úr dansi þegar ég var lítil,“ sagði Solla Eiríks í Helgarútgáfunni þar sem hún ræddi um Húðbókina og rifjaði upp danstaktana með Regínu, en þær tóku þátt í Allir geta dansað fyrir um þremur árum. Solla segist þó dansa með barnabörnunum sínum sem líklega eru innblásin af TikTok.
„Þannig að þau eru alltaf að reyna að kenna ömmu „move“. Þeim finnst rosa gaman af því að ég er rosa opin og finnst þetta skemmtilegt og kemst yfir að vera vandræðaleg,“ sagði Solla.
Viðtalið er í heild sinni á K100.is.