Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramóts landsliða í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu í Jerúsalem í Ísrael. Franski stórmeistarinn Laurent Fressinet (2.684) hafði hvítt gegn úkraínskum kollega sínum Andrei Volokitin (2.659). 54. d6! gxf4+ 55. gxf4 Rh4 svartur hefði orðið mát eftir 55. ... Hxd6 56. Hf7#. 56. Hf7+ Kg6 57. d7 Hd6 58. g3 Rg2+ 59. Ke2 h5 60. He7 Kf6 61. He6+! Hxe6+ 62. Bxe6 Ke7 63. Kf2 og svartur gafst upp. Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11 í dag en mótið hefst kl. 13 og stendur til allt til kl. 17.00. Vænta má þess að flestir af öflugustu skákmönnum landsins verði með en tímamörkin eru þrjár mínútur ásamt tveggja sekúndna viðbótartíma og tefldar eru þrettán umferðir. Nánari upplýsingar um mótið og önnur til má finna á skak.is.