Þetta fólk er augljóslega ódrukkið.
Þetta fólk er augljóslega ódrukkið. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„Á því leikur enginn efi, að áfengismálin eru einhver mestu vandamál þjóðfélags okkar á þessum tímum. Það torveldar ekki lítið lausn þeirra mála, að þar þykjast allir vera sérfræðingar og því hver höndin upp á móti annarri,“ sagði í…

„Á því leikur enginn efi, að áfengismálin eru einhver mestu vandamál þjóðfélags okkar á þessum tímum. Það torveldar ekki lítið lausn þeirra mála, að þar þykjast allir vera sérfræðingar og því hver höndin upp á móti annarri,“ sagði í minnihlutaáliti Lárusar Jóhannessonar, Sjálfstæðisflokki, við nýja áfengislagafrumvarpið í desember 1952.

„Þrátt fyrir hinn mikla gróða, sem ríkið hefur af áfengissölu, hefur ekki tekizt að koma upp hælum fyrir áfengissjúklinga, og er þó áfengissýki sá eini sjúkdómur á landinu, sem vitað er um, að ríkissjóður hafi gert sér beinlínis að gróðalind.“

Eitt af því sem Lárusi þótti fráleitt í frumvarpinu var að dans mætti ekki fara fram í salarkynnum vínveitingahúsa, þar sem vín var veitt. „Reynslan á Hótel Borg hefur sýnt, að menn verða síður drukknir, þegar dansað er. Tilraun var gerð þar með að hafa salina opna ákveðin kvöld, án þess að dansað væri, en í stað þess leikin klassisk hljómlist. – Þessari tilraun var hætt vegna þess, að meira bar á drykkjuskap þau kvöld en þegar dansað var.“