Haraldur Jónsson myndlistarmaður verður á morgun, sunnudag, klukkan 14 með leiðsögn um sýningu sína Bráð sem stendur nú yfir í nýju sýningarrými, Glerhúsinu, á Vesturgötu 33b.
Haraldur hefur verið virkur í myndlistinni á rúmlega þriggja áratuga ferli og hafa verk hans verið sýnd á fjölmörgum sýningum í söfnum og galleríum. Á Kjarvalsstöðum setti Listasafn Reykjavíkur upp yfirlitssýninguna Róf með verkum hans árið 2018. Þá var sýning hans Ljósavél, sem sett var upp í galleríinu BERG Contemporary, tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2020. Glerhúsið er opið á sunnudögum frá klukkan 13 til 17 og eru allir velkomnir.