Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Elfar er 33 ára miðvörður. Arnar Grétarsson, sem tók við Val á dögunum, þekkir Elfar vel
Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. Elfar er 33 ára miðvörður. Arnar Grétarsson, sem tók við Val á dögunum, þekkir Elfar vel. Hann hefur bæði þjálfað leikmanninn og leikið með honum. Þá var Arnar yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK í Grikklandi þegar Elfar gekk í raðir félagsins. Elfar hefur leikið 179 leiki í efstu deild, alla fyrir Breiðablik.