Orgelmaraþon verður haldið í dag í Hallgrímskirkju frá kl. 12 til 15, í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Klais-orgelsins í kirkjunni og 200 ára fæðingarafmæli Césars Francks. 12 organistar heiðra minningu Francks sem var eitt áhrifamesta tónskáld orgeltónbókmenntanna, eins og segir í tilkynningu

Orgelmaraþon verður haldið í dag í Hallgrímskirkju frá kl. 12 til 15, í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Klais-orgelsins í kirkjunni og 200 ára fæðingarafmæli Césars Francks. 12 organistar heiðra minningu Francks sem var eitt áhrifamesta tónskáld orgeltónbókmenntanna, eins og segir í tilkynningu. Verða öll orgelverk tónskáldsins leikin í heild og það í fyrsta skipti á Íslandi. Heiðursgestur tónleikanna er Hörður Áskelsson, fyrrverandi kantor Hallgrímskirkju. Flytjendur verða Björn Steinar Sólbergsson, Erla Rut Káradóttir, Eyþór Franzson Wechner, Friðrik Vignir Stefánsson, Guðný Einarsdóttir, Kári Þormar, Kitty Kovács, Kjartan Jósefsson Ognibene, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Matthías Harðarson, Steinar Logi Helgason og Tuuli Rähni. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar.