Búdapest Grunsamlegur pakki barst úkraínska sendiráðinu í Ungverjalandi í dag en fleiri slíkir bárust til annarra sendiráða Úkraínu í álfunni.
Búdapest Grunsamlegur pakki barst úkraínska sendiráðinu í Ungverjalandi í dag en fleiri slíkir bárust til annarra sendiráða Úkraínu í álfunni. — AFP/Attila Kisbenedek
Sendiráð og ræðismannaskrifstofur Úkraínu víða í Evrópu fengu í gær senda „blóðuga pakka“ sem innihéldu augu dýra og sem vöktu almennan óhug. Pakkarnir voru gegnsósa af rauðum vökva sem minnti á blóð og voru sendir til Ungverjalands, Hollands, Póllands, Króatíu, Ítalíu og Austurríkis. Tveimur dögum áður hafði bréfasprengja verið send til úkraínska sendiráðsins í Madríd á Spáni.

Sendiráð og ræðismannaskrifstofur Úkraínu víða í Evrópu fengu í gær senda „blóðuga pakka“ sem innihéldu augu dýra og sem vöktu almennan óhug. Pakkarnir voru gegnsósa af rauðum vökva sem minnti á blóð og voru sendir til Ungverjalands, Hollands, Póllands, Króatíu, Ítalíu og Austurríkis. Tveimur dögum áður hafði bréfasprengja verið send til úkraínska sendiráðsins í Madríd á Spáni.

Stjórnvöld í Kænugarði sögðu tiltækið vera „vel skipulagðan hryðjuverkasálfræðihernað,“ Rússa og að búast mætti við fleiri svipuðum árásum á næstunni sem væru til þess gerðar að hræða fólk og. Þá báðu úkrínsk yfirvöld í gær um stuðning við að halda sendiráðum álfunnar öruggum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í samtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær að árásir Rússa á innviði Úkraínu væru óhjákvæmlegar vegna ögrandi árása frá Kænugarði og stefnu og fjárhagslegs stuðnings Vesturlanda við Úkraínu. Scholz ræddi við Pútín í klukkutíma og hvatti hann til að draga herlið sitt til baka og leita friðsamlegra lausna.

Yfirvöld í Kreml höfnuðu alfarið skilmálum Joes Bidens Bandaríkjaforseta um að Rússar yfirgæfu Úkraínu svo friðarviðræður gætu hafist. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að „sérstaka hernaðaraðgerðin“ í Úkraínu myndi halda áfram. Hann sagði að tregða Bandaríkjanna til að viðurkenna sjálfstæði hernumdu svæða Rússa gerði allar viðræður um frið mjög ólíklegar.

Ríki Evrópusambandsins komust í gær að samkomulagi um verðþak á rússneskri olíu til þess að hefta flæði fjámagns til rússneskra stjórnvalda og þannig fjámögnun stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Verðþakið, sem miðast við sextíu bandaríkjadali fyrir tunnu, er einnig í gildi á meðal Bandaríkjanna og annarra G7-ríkja, sjö helstu iðnríkjum heims og tekur gildi í ríkjum Evrópusambandsins á mánudaginn.

Verðþakinu er ætlað að halda verulega aftur af innflutningi af rússeskri olíu til Evrópu og gæti stöðvað allt að tvo þriðju hluta innflutnings til álfunnar og þar með takmarka flæði galdeyris verulega til Rússlands.