Amy Lee veit hvað hún syngur.
Amy Lee veit hvað hún syngur. — AFP/Angela Weiss
Örugg Amy Lee, söngkona bandaríska rokkbandsins Evanescence, er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum þegar þjóðfélagsmál eru annars vegar og hefur stundum fengið á sig gagnrýni fyrir vikið. Í samtali við miðilinn NME kveðst hún kippa sér…

Örugg Amy Lee, söngkona bandaríska rokkbandsins Evanescence, er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum þegar þjóðfélagsmál eru annars vegar og hefur stundum fengið á sig gagnrýni fyrir vikið. Í samtali við miðilinn NME kveðst hún kippa sér minna og minna upp við að vera kölluð „tík“ eða annað þaðan af verra. „Mér er ekki endilega meira sama; ég er bara öruggari með mínar skoðanir. Ég er aldrei að fara að skipta um skoðanir og grunngildi bara út af því að einhver misskilur mig eða kallar mig tík. Það er ég ekki – um það er ég ekki í nokkrum vafa. Svo er auðvitað alveg sama hvað maður gerir, einhverjum mun alltaf mislíka það.“