Mette Frederiksen
Mette Frederiksen
Mánuður er liðinn frá þingkosningunum í Danmörku og er enn rætt um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forustu Mette Frederiksen, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins. Svonefnd vinstri blokk undir forystu jafnaðarmanna hélt velli með minnsta mögulega meirihluta í kosningunum 1

Mánuður er liðinn frá þingkosningunum í Danmörku og er enn rætt um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forustu Mette Frederiksen, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins.

Svonefnd vinstri blokk undir forystu jafnaðarmanna hélt velli með minnsta mögulega meirihluta í kosningunum 1. nóvember, en Frederiksen boðaði að hún vildi freista þess að mynda breiðfylkingu með flokkum þvert yfir miðjuna. Þunginn í viðræðunum síðustu vikur hefur verið milli Frederiksen og Jakobs Ellemann-Jensens, leiðtoga Venstre, um hvort flokkar þeirra geti náð saman um að mynda ríkisstjórn ásamt fleiri flokkum, hugsanlega meirihlutastjórn, sem yrði sögulegt.