Drengir Úr fjölskyldumyndinni Punktur punktur komma strik frá 1981.
Drengir Úr fjölskyldumyndinni Punktur punktur komma strik frá 1981.
Bíótekið lýkur haustsýningarröð sinni á morgun, sunnudag, með sýningu á þremur kvikmyndum í Bíó Paradís en þær eru Nútíminn eftir Charlie Chaplin frá 1936, Punktur punktur komma strik frá 1981 eftir Þorstein Jónsson og Videodrome frá 1983 eftir…

Bíótekið lýkur haustsýningarröð sinni á morgun, sunnudag, með sýningu á þremur kvikmyndum í Bíó Paradís en þær eru Nútíminn eftir Charlie Chaplin frá 1936, Punktur punktur komma strik frá 1981 eftir Þorstein Jónsson og Videodrome frá 1983 eftir David Cronenberg.

Nútíminn er síðasta þögla mynd Chaplins og af mörgum talin sú skemmtilegasta. Tæknibyltingin er að taka völdin og hafa af verkamönnum vinnu. Græðgi og mannfyrirlitning gerir flækingnum lífið leitt í þessari bráðskemmtilegu kvikmynd sem enn í dag verður að teljast góð ádeila á miskunnarleysi kapítalismans,“ segir m.a. í tilkynningu og að Punktur punktur komma strik hafi verið sýnd við fádæma vinsældir á Íslandi á sínum tíma og hlotið einróma lof gagnrýnenda. Mun leikstjórinn Þorsteinn ræða við áhorfendur að sýningu lokinni. Videodrome er síðan sígild vísindaskáldskaparmynd og afar hrollvekjandi að hætti Cronenbergs.