Hluti eins af málverkum Hjartar.
Hluti eins af málverkum Hjartar.
Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson hefur opnað sýningu í Gallerí 16 á Vitastíg 16. Sýninguna kallar hann Sumarið 2022. Hjörtur nam við LHÍ og í Listaháskóla Granada á Spáni

Myndlistarmaðurinn Hjörtur Hjartarson hefur opnað sýningu í Gallerí 16 á Vitastíg 16. Sýninguna kallar hann Sumarið 2022.

Hjörtur nam við LHÍ og í Listaháskóla Granada á Spáni. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, á Íslandi og erlendis, og átt verk á mörgum samsýningum gegnum árin.

Íslenska náttúran hefur alltaf átt stóran þátt í listsköpun Hjartar, að því er fram kemur í tilkynningu, og vinnur hann ætíð með íslenska liti og nefnir hann verk sín mjög mikið eftir árstíðum – og þá kemur litadýrð þess tímabils fram í verkum hans. Þessi sýning er sögð innblásin af gönguferðum um nágrenni heimilis hans í Grafarvogi í sumar sem leið. Í verkunum kemur skýr skírskotun fram í náttúru Íslands, fjölbreytileika lita og forma.