Þórir Gunnarsson
Þórir Gunnarsson
Sýning á verkum listamannsins Þóris Guðmunds­sonar sem kallar sig Listapúkann verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Sýninguna kallar hann „Kynjaverur, móðir mín og ég“. Heiðarleiki, heilnæmi og einlægni eru lykiláherslur í verkum Þóris, að því er fram kemur í tilkynningu

Sýning á verkum listamannsins Þóris Guðmunds­sonar sem kallar sig Listapúkann verður opnuð í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Sýninguna kallar hann „Kynjaverur, móðir mín og ég“.

Heiðarleiki, heilnæmi og einlægni eru lykiláherslur í verkum Þóris, að því er fram kemur í tilkynningu. Hann er Mosfellingur í húð og hár, starfar hjá Múlalundi og á Reykjalundi og æfir með Aftureldingu. Þórir hefur verið afkastamikill í sýningarhaldi allt frá því að hann hélt sína fyrstu sýningu í Álafosskvos undir nafni Listapúkans árið 2012. Fyrr á þessu ári hélt hann einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Listapúkinn var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2021. Verk hans eru ævintýraleg, lituð töfrum og stundum glettni, en Þórir lýsir með einföldu myndformi einstöku sambandi mæðra og barna.