„Þetta svo sem þokaðist ekki mikið hjá okkur. Það var enginn árangur af þessum viðræðum í dag,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Alþýðusambands Íslands og Rafiðnaðarsambandsins. Samflot iðn- og tæknimanna og Samtök atvinnulífsins luku…

Veronika Steinunn Magnúsdóttir

veronika@mbl.is

„Þetta svo sem þokaðist ekki mikið hjá okkur. Það var enginn árangur af þessum viðræðum í dag,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Alþýðusambands Íslands og Rafiðnaðarsambandsins. Samflot iðn- og tæknimanna og Samtök atvinnulífsins luku fundi hjá ríkissáttasemjara seinnipart dags í gær og hefur á ný verið boðað til fundar klukkan 14.00 í dag.

Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins funduðu fram eftir kvöldi í gær og stóðu þau fundahöld enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Seint í gærkvöldi sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að samninganefndir samflots iðn- og tæknimanna hefðu tekið sér hlé þar til á morgun en fundað var stíft yfir daginn.

„Brýnt að þetta fari að gerast“

„Ef það gengur ekkert í viðræðunum þá er auðvitað fátt annað að gera en að lýsa yfir árangursleysi viðræðnanna. Við þurfum að fara að sjá árangur af þessu, þar er alveg ljóst. Félagsmenn bíða eftir því að fá launahækkanir til þess að bregðast við þeim auknu útgjöldum sem heimilin verða fyrir. Það er brýnt að þetta fari að gerast og gerist tiltölulega hratt. “

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir gærdaginn hafa verið langan.

„Þetta er flókið og þungt verkefni fyrir samninganefndirnar. Ég ber mikla virðingu fyrir því vinnuframlagi sem þær koma með í þessu erfiða verkefni. Enda sést það á því hve þétt þessi vinna hefur verið, ekki bara í dag heldur undanfarna viku.

Viðræður á
viðkvæmu stigi

Fundi SA og samfloti iðn- og tæknimanna slitið í gærkvöldi

Bar engan árangur

Halda áfram á morgun

SGS og SA funduðu fram eftir kvöldi í gær

Viðræðurnar áfram sagðar flóknar

Höf.: Veronika Steinunn Magnúsdóttir