Selkórinn heldur jólatónleika á morgun, sunnudaginn 4. desember, kl. 16 í Seltjarnarneskirkju. Ensk áhrif svífa yfir vötnum og flutt verður enska miðaldakvæðið „A Ceremony of Carols“ eftir Benjamin Britten, segir í tilkynningu og nokkur jólalög eftir John Rutter eða í útsetningum hans verða flutt auk jólalaga frá Íslandi og öðrum löndum. Elísabet Waage leikur á hörpu og Lilja Guðmundsdóttir sópran og Kristín Guðmundsdóttir mezzosópran syngja einsöng. Fjóla Kristín Nikulásdóttir er stjórnandi kórsins.
Kaffi og konfekt verður í boði að tónleikum loknum og fást miðar hjá kórmeðlimum og við inngang. Miðaverð er kr. 3.500.