Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í dag, laugardag, og eru það árlegir jólatónleikar kórsins. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara
Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í dag, laugardag, og eru það árlegir jólatónleikar kórsins.
Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara.
Tónleikarnir hefjast kl. 15 og eru án hlés og að loknum samsöng tónleikagesta verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar.
Aðgangseyrir er kr. 3.500 og frítt fyrir 12 ára og yngri.