Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í dag, laugardag, og eru það árlegir jólatónleikar kórsins. Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá ásamt Arnhildi Val­garðsdóttur organista og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara

Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í dag, laugardag, og eru það árlegir jólatónleikar kórsins.

Kórinn flytur fjölbreytta dagskrá ásamt Arnhildi Val­garðsdóttur organista og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara.

Tónleikarnir hefjast kl. 15 og eru án hlés og að loknum samsöng tónleikagesta verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar.

Aðgangseyrir er kr. 3.500 og frítt fyrir 12 ára og yngri.