Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, 4. desember, kl. 14. Tónleikarnir eru ætlaðir fólki á öllum aldri og verða leikin mörg skemmtileg jólalög sem allir ættu að þekkja, í nýjum og „spriklandi…
Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, 4. desember, kl. 14.
Tónleikarnir eru ætlaðir fólki á öllum aldri og verða leikin mörg skemmtileg jólalög sem allir ættu að þekkja, í nýjum og „spriklandi hressum“ útsetningum Eiríks Rafns Stefánssonar sem einnig stjórnar, eins og segir í tilkynningu.
Söngkonan Salka Sól verður gestur hljómsveitarinnar ásamt stúlknakórnum Graduale Futuri. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is.