KIMI Tríóið heldur tónleika í syrpunni 15:15 í Breiðholtskirkju í dag.
KIMI Tríóið heldur tónleika í syrpunni 15:15 í Breiðholtskirkju í dag.
Gálgaganga er yfirskrift tónleika tríósins KIMI sem haldnir verða í dag kl. 15.15 í Breiðholtskirkju og eru hluti af tónleikaröðinni 15:15. Á efnisskránni eru verkin Andante (2006) eftir Þuríði Jónsdóttur og Galgenlieder (1996) eftir Sophiu Gubaidulinu

Gálgaganga er yfirskrift tónleika tríósins KIMI sem haldnir verða í dag kl. 15.15 í Breiðholtskirkju og eru hluti af tónleikaröðinni 15:15. Á efnisskránni eru verkin Andante (2006) eftir Þuríði Jónsdóttur og Galgenlieder (1996) eftir Sophiu Gubaidulinu.

KIMI skipa Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari, Katerina Anagnostidou slagverksleikari og Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir söngkona en gestahljóðfæraleikarar á tónleikunum verða Björg Brjánsdóttir flautuleikari og Xun Yang kontrabassaleikari.

Tríóið KIMI var stofnað árið 2018 og flytur það ný verk í bland við eigin útsetningar á þjóðlögum og sönglögum. Á meðal tónskálda sem samið hafa verk fyrir tríóið eru Finnur Karlsson, Þóranna Björnsdóttir, Gunnar Karel Másson og Hugi Guðmundsson. KIMI hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í fyrra fyrir tónleika ársins í flokknum sígild og samtímatónlist og gaf út sína fyrstu smáskífu á þessu ári.