Spenna Guðrún Fanney Briem og Jósef Omarsson við taflið í Miðgarði.
Spenna Guðrún Fanney Briem og Jósef Omarsson við taflið í Miðgarði.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það var sannarlega hart barist á Íslandsmóti ungmenna skipuðu keppendum innan átta aldurs og til þeirra sem náð höfðu 16 ára aldri. Keppt var um 10 Íslandsmeistaratitla í flokkum pilta og stúlkna. Hvergi var baráttan harðari en í flokki keppenda 12…

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Það var sannarlega hart barist á Íslandsmóti ungmenna skipuðu keppendum innan átta aldurs og til þeirra sem náð höfðu 16 ára aldri. Keppt var um 10 Íslandsmeistaratitla í flokkum pilta og stúlkna. Hvergi var baráttan harðari en í flokki keppenda 12 ára og yngri en þar mættust Guðrún Fanney Briem og Jósef Omarsson í tveggja skáka úrslitaeinvígi. Langur dagur að baki og eftir fyrri skákina mætti húsvörður Miðgarðs í Garðabæ til leiks og stöðvaði einvígið því hann þurfti að loka húsinu! Tefldu þau seinni skákina annars staðar og hafði Jósef betur.

Sigurvegarar og Íslandsmeistarar í flokkunum fimm urðu: U 8 Haukur Víðis Leósson og Margrét Einarsdóttir; U 10 Birkir Hallmundarson og Sigrún Tara Sigurðardóttir; U 12 Jósef Omarsson og Guðrún Fanney Briem; U 14 Mikael Bjarki Heiðarsson og Katrín Jónsdóttir og U 16 Benedikt Briem og Iðunn Helgadóttir.

Boris Spasskí

Ein niðurstaða Guðmundar G. Þórarinssonar fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands í bók sinni „Einvígi allra tíma“, sem nýlega kom út í enskri þýðingu, er sú að Boris Spasskí hafi átt stóran þátt í að bjarga einvíginu þegar það var að sigla í strand. Margir hefðu kosið að nafni Spasskís og stóru aukaleikaranna hefði verið haldið betur á loft í tengslum við 50 ára afmæli „einvígis aldarinnar“. Kötlusetur á Vík í Mýrdal og Fischer-setrið á Selfossi og raunar aðilar út um allan heim héldu veglega upp á afmælið. Skáksamband Íslands einbeitti sér að skipulagningu heimsmeistaramótsins í slembiskák á gamla Loftleiðahótelinu í samvinnu við norskan aðila og vildi með þeim hætti halda upp á afmælið. En þar tapaðist kannski tækifæri til að rifja upp stórkostlega sögu um atburð sem margir telja að hafi komið Íslandi á kortið. Það hefði einnig mátt standa að sýningu líkri þeirri sem sett var upp í þremur sölum Þjóðmenningarhússins sumarið 2002 í tilefni 30 ára afmælis þess. Meðfram var haldið málþing sem yfirdómarinn frá '72, Lothar Schmid, og Boris Spasskí tóku þátt í. Nú þegar afmælisárið er brátt á enda runnið hvarflar hugurinn stundum til Spasskís og ekki úr vegi að rifja upp stutta en glæsilega sigurskák hans sem réð úrslitum í heimsmeistaraeinvíginu 1969:

HM-einvígið í Moskvu 1969; 19. skák:

Boris Spasskí – Tigran Petrosjan

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6

Petrosjan var vinningi undir þegar hér var komið sögu í einvíginu. Hann var yfirleitt fremur varkár í byrjanavali þegar hann hafði svart en þó hafði hið áhættusama afbrigði Najdorfs komið fyrir í skákum hans.

6. Bg5 Rbd7 7. Bc4 Da5 8. Dd2 h6?! 9. Bxf6! Rxf6 10. 0-0-0 e6 11. Hhe1 Be7 12. f4 0-0 13. Bb3 He8 14. Kb1 Bf8 15. g4!

(STÖÐUM 1)Skínandi dæmi um hæfni Spasskís á þessum árum. Hann átti engan sinn líka í snjöllum leikjum miðtaflsins.

15. ... Rxg4

Svartur átti vart annan kost en þar opnaðist g-línan.

16. Dg2 Rf6 17. Hg1 Bd7 18. f5! Kh8 19. Hdf1 Dd8 20. fxe6 fxe6

Sóknaruppbygging hvíts er hreint afbragð og nú kemur skemmtilegt gegnumbrot.

(STÖÐUM 2)21. e5! dxe5 22. Re4!

22. ... Rxe4 er svarað með 23. Hxf8+ og mátar.

22. ... Rh5 23. Dg6! exd4 24. Rg5!

(STÖÐUM 23)Annar þrumuleikur og Petrosjan lagði niður vopnin. Eftir 24. ... hxg5 kemur 25. Dxh5+ Kg8 26. Df7+ Kh8 27. Hxf3 o.s.frv.